Stefanía framkvæmdastjóri CCP á Íslandi

Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP.
Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri CCP.

Stefanía G. Halldórsdóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra CCP á Íslandi. Stefanía hefur undanfarin tvö ár leitt þróunarstarf CCP í Kína sem yfirmaður þróunarsviðs skrifstofu fyrirtækisins í Shanghai.

Þar hafði hún meðal annars umsjón með þróun tölvuleiksins Gunjack, sem er í dag mest seldi sýndarveruleikaleikur heims, og fjölspilunarleiksins EVE Online fyrir Kínamarkað. 

Staða framkvæmdastjóra CCP á Íslandi er ný hjá fyrirtækinu og er liður í stefnu þess að styrkja enn frekar starfsemi þess hérlendis. Fyrir er CCP með framkvæmdastjóra fyrir skrifstofur sínar í Shanhgai, Atlanta og Newcastle. 

Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, flytur frá Reykjavík til London í sumar og mun stýra uppbyggingu á nýrri skrifstofu CCP þar í borg. 

Stefanía hóf störf fyrir CCP árið 2010 sem efnisstjóri fyrir EVE Online og sá m.a. um samþættingu á þróunarstarfi fyrirtækisins í Atlanta og Reykjavík. Hún tók síðar við stöðu yfirmanns þróunar EVE Online og síðustu tvö ár hefur hún leitt þróunarsvið CCP í Shanghai fyrir EVE Online í Kína og ný verkefni á borð við sýndarveruleikaleikinn Gunjack. Stefanía er með MSc-gráðu í umhverfisvísindum frá verkfræðideild Háskóla Íslands og BSc-gráðu í landafræði með áherslu á tölvunarfræði frá sama skóla. 

CCP var stofnað í Reykjavík árið 1997 og er með skrifstofur í Atlanta, London, Newcastle og Shanghai. Á skrifstofu þess í Reykjavík starfa um tvö hundruð manns, en alls starfa um þrjú hundruð manns hjá fyrirtækinu á heimsvísu. Fyrirtækið mun flytja starfsstöðvar sína á Íslandi í Vatnsmýrina árið 2018, á svæði Vísindagarða Háskóla Íslands. Þar ráðgerir CCP að efla enn frekar samstarf sitt við háskólasamfélgið og skapandi greinar hérlendis. 

Árið 2015 var metár í hagnaði CCP og nam hagnaður ársins 2,7 milljörðum króna. Í lok síðasta árs var tilkynnt um 4 milljarða króna fjárfestingu í fyrirtækinu leidda af af stærsta fram­taks­sjóði heims, New Enterprise Associa­tes (NEA), með þátt­töku Novator Partners.

Í síðasta mánuði var tilkynnt um samstarf  Google og CCP á Google I/O ráðstefnunni Kaliforníu um að CCP þrói framhaldsleik Gunjack, sem í dag ber vinnuheitið Gunjack Next, sérstaklega fyrir nýtt sýndarveruleikakerfi Google; Daydream.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK