c

Pistlar:

2. ágúst 2018 kl. 11:17

Ketill Sigurjónsson (hreyfiafl.blog.is)

Statoil orðið Jafnaðarnorður

Heimurinn er að breytast og líka Stat­oil. Sagði stjórnar­for­maður Stat­oil í mars s.l. þegar hann tilkynnti að senn fengi þetta stærsta fyrir­tæki Norður­land­anna nýtt nafnSumir héldu jafnvel að um snemm­borið apríl­gabb væri að ræða. Hér er fjallað um þessa óvæntu nafna­breyt­ingu og nýjar áherslur fyrir­tækis­ins um að stór­auka fjár­fest­ingar í endur­nýjan­legri orku.

Statoil-becomes-Equinor_Eldar- Saetre_May-15-2018Já - það kom mörgum á óvart þegar norski olíu­ris­inn Stat­oil til­kynnti að fyrir­tækið myndi brátt breyta um nafn og taka upp nafnið Equinor. Nýja nafnið tók form­lega gildi með sam­þykkt aðal­fundar Stat­oil um miðjan maí s.l. og þar með hætti nafn fyrir­tækis­ins að endur­spegla olíu og ríkis­eign. Að sögn ljúf­ling­anna hjá Stat­oil vísar nýja nafn­ið annars vegar til jöfn­uðar (equi) og hins vegar til Noregs (nor) og er af þeirra hálfu sagt að þetta nýja nafn end­ur­spegli vel bæði arf­leifð og fram­tíðar­áherslur fyrir­tækisins. Þarna var þó aug­ljós­lega ekki farin jafn þjóð­leg leið við nafna­breyt­ing­una eins og þegar nafni danska orkufyrirtækisins Dong Energi var nýlega breytt í Ørsted.

Mögu­lega mætti þýða nýja nafnið Equinor sem Jafn­aðar­norður? Um aðdraganda nafna­breyt­ingar­innar er það að segja að undan­farin ár hefur Stat­oil m.a. verið að hasla sér völl í beisl­un vind­orku á hafi úti. Fyrir­tækið á nú þegar þrjá stóra vind­myllu­garða við strendur Bret­lands og er með fleiri í undir­búningi.

Hywind-Scotland-Statoil-Equinor-illustrationEinn af þess­um vind­myllu­görðum er Hywind, um 30 km utan við bæinn Peter­head í Skot­landi. Hywind hefur þá miklu sér­stöðu að þar eru risa­vaxnar vind­myllurnar ekki festar í hafs­botn­inn, heldur eru þær fljót­andi og liggja fyrir akkerum! Þetta er mikið frum­kvöðla­verk­efni og það er ekki síst þessi út­færsla á orku­fram­leiðslu sem Statoil - og nú Equinor - hyggst veðja á í fram­tíð­inni. Auk þess auð­vitað að halda áfram að vinna olíu og gas handa okkur að brenna.

Ennþá er það nær eingöngu vind­orkan úti í sjó sem Equi­nor sinnir auk gömlu kjarna­starf­sem­innar. Nýlega byrjaði fyirt­ækið þó að höndla með raf­orku, þ.e. kaup­a og selja raf­magn á norrænum raf­orku­markaði. Áhuga­vert verð­ur að sjá hvernig sú starfsemi Equi­nor mun þró­ast. Á kom­andi árum og ára­tug­um er svo fyrir­hugað að Equi­nor stór­auki fjár­fest­ingar í marg­vís­legri endur­nýjan­legri orku.

Equinor-oil-Rétt er að taka fram að olíu- og gas­vinnslan er áfram algert hryggjar­stykki í starf­semi Equ­inor og allt annað nánast smá­atriði í rekstrin­um. Og það eru held­ur engar grund­vallar­breyt­ingar að verða í eign­ar­haldi fyrir­tæk­is­ins, þar sem norska rík­ið er með sterk­an meiri­hluta (2/3). Það er því kannski ekki að undra að sum­um þyki nafna­breyt­ingin óþarfi og jafn­vel furðu­leg. Ein­hver sagði nýja nafnið sæma betur ævintýra­hesti í Game of Thrones frem­ur en þessu mikil­væga og gamal­gróna fyrirtæki í norsku efna­hags­lífi.

Statoil-Equinor-April-fools-day-2018Þess má í lokin geta að kostnaður vegna nafna­breyt­ing­ar­innar er sagð­ur hafa num­ið sem sam­svarar um þremur milljörð­um ísl­enskra króna. Kannski má segja að þetta séu algerir smá­aurar í veltu Equi­nor, því til saman­burðar voru heildar­tekjur fyrir­tækis­ins fyrsta árs­fjórð­ung­inn með nýja nafnið, um 18 milljarðar USD eða sem nemur um 1.900 milljörð­um ísl­enskra króna. Þriggja mán­aða tekj­ur Equi­nor eru sem sagt meira en tvö­faldar árs­tekjur ísl­enska ríkisins!

Ketill Sigurjónsson

Ketill Sigurjónsson

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr á Íslandi (Zephyr Iceland), sem er dótturfyrirtæki norska Zephyr.

Meira