Pistlar:

2. júlí 2017 kl. 7:19

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Framlenging á Leiðréttingu - mikilvægt atriði

Fyrir nokkrum árum síðan gafst landsmönnum kostur á að nota séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðislán sín að ákveðnu marki. Ég taldi þetta vera góða hugmynd og hef hvatt fólk til að nýta sér þetta í langflestum tilvikum.

Upphaflega átti þessi aðgerð að vera í boði í 3 ár. Nú hefur hún hins vegar verið framlengd um 2 ár. Til þess að nýta sér þennan kost dugar þó ekki að gera ekki neitt. Þessi skilaboð bárust í vikunni frá umsjónarmönnum verkefnsins (ég skáletra textann).

Góðan dag
 
Með lögum nr. 111/2016 var úrræðið um ráðstöfun séreignarsparnaðar, sem þú hefur nýtt þér, framlengt um tvö ár eða til júníloka 2019.
Nú hefur ríkisskattstjóri sett upp á síðunni www.leidretting.is fyrirspurn þar sem óskað er eftir afstöðu þinni hvort þú hyggist nýta þér úrræðið áfram eða hvort þú vilt hætta ráðstöfun nú í júnílok 2017.
 
Þeir sem nýtt hafa sér úrræðið eru hvattir til að fara inn á www.leidretting.is og taka afstöðu til áframhaldandi ráðstöfunar en frestur til að taka afstöðu hefur verið framlengdur til 31. júlí 2017.
 
Frekari upplýsingar eru veittar í síma 442-1900 og í gegnum netfangið adstod@leidretting.is
 
Eitt atriði sem gæti farið framhjá sumum er að aðilar í sambúð þurfa að samþykkja þessa framlengingu með sitt hvorri kennitölunni. Ef annar aðilinn samþykkir þetta og ekki hinn, þá er litið svo á að aðeins annar aðilinn vilji framlengja þennan kost. Því þurfa aðilar í sambúð sem vilja nýta sér báðir þetta úrræði að skrá sig í sitt hvoru lagi og samþykkja áframhaldandi sparnað.
 
Ég taldi þetta úrræði vera góða hugmynd á sínum tíma og tel svo enn vera. Aftur á móti tel ég að breyta þurfi þessu árið 2019, þegar að núverandi úrræði fellur úr gildi, en ég skrifa nánar um það síðar.
 
MWM
 
 
 
 
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Lektor í fjármálum við Háskólann í Reykjavík.

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Meðdómari í tveimur veigamiklum málum tengd fjármálahruni Íslands.

Einn af höfundum "Costco skýrslunnar" í samstarfi við Zenter rannsóknir.

Starfaði í 15 ár í íslenskum bönkum og sparisjóðum sem forstjóri, yfirmaður verðbréfasviðs, við lausafjárstýringu, eigin viðskipti (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), sjóðastýringu (innlend og erlend hlutabréf & skuldabréf), eignastýringu, FX, miðlun verðbréfa, uppsetningu séreignalifeyrissparnaðar, uppsetningu millibankaviðskipta, uppsetningu erlendra verðbréfaviðskipta og greiningu á fjárfestingakostum.

PhD Business Administration - Háskólinn í Reykjavík 2016

MSc Fjármál fyrirtækja - Háskóli Íslands 2009

B.S.B.A. Finance - University of Arizona 1994

B.A. Philosophy - University of Arizona 1994

Löggiltur verðbréfamiðlari - USA 1996 og Ísland 2001

Greinasafn - http://www.slideshare.net/marmixa

Hægt er að skrá sig á póstlista með því að senda beiðni til marmixa@yahoo.com með "póstlisti" í Subject. 
 

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira