c

Pistlar:

23. febrúar 2022 kl. 14:18

Már Wolfgang Mixa (marmixa.blog.is)

Galin hugmynd - álit

Nú er verið að endurvekja galna hugmynd sem lítur á yfirborðinu vel út en er fáránleg, þ.e að aftengja húsnæðisliðinn úr neysluvísitölu sem verðtryggð húsnæðislán eru miðuð við. Hér er mitt álit.
 
Með þessu er verið að veita lán til húsnæðiskaupa með tengingu við neyslu fólks nema því sem tengist húsnæði. Oft hefur verið kvartað undan því að verðtryggð lán væru hálfgerð afleiðulán, en nú er verið að klára dæmið endanlega. Höfuðstóll verðtryggðra lána í kjölfar hrunsins hefði hækkað rúmlega 7% meira (!) en hann gerði hefði þessi boðaða vísitala ráðið ríkjum. Var ástandið ekki nógu alvarlegt? Nær væri að miða við húsnæðisvísitöluna sem gerði það að verkum að höfuðstóll verðtryggða lánsins (til kaupa á húsnæði) myndi einfaldlega sveiflast í takti við húsnæðisverð mínus þeim afborgunum sem ættu sér stað á láninu. Ef kreppa ætti sér stað þá myndi húsnæðisverð nær örugglega lækka en líka höfuðstóll lána og íslenskar fjölskyldur þyrftu síður að selja húsnæði sitt og lenda í fjötrum leigumarkaðarins.
 
MWM
Már Wolfgang Mixa

Már Wolfgang Mixa

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands.

Nýlegar greinar:

People Need Housing to Live in - https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02673037.2024.2339920

Þú veist ekki hvaða húsnæði þú ferð í næst - https://www.dropbox.com/s/82in2fz3uzcll7w/tvisynileiki%20og%20upplifun%20leigenda.pdf?dl=0

Nations of Bankers & Brexiteers - https://journals.sagepub.com/doi/epub/10.1177/03063968211033525

Stýrði rannsóknum á fjárfestingum sparisjóðanna við gerð Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um rannsókn á aðdraganda og örsökum erfiðleika og falls sparisjóðanna, 2013-2014.

Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands

Stjórnarmaður í Almenna

Besta ráðgjöfin: "When there is a stock-market boom, and everyone is scrambling for common stocks, take all your common stocks and sell them. ... No doubt the stocks you sold will go higher. Pay no attention to this -- just wait for the (recession), which will come sooner or later. When this (recession) -- or panic -- becomes a national catastrophe ... buy back the stocks. No doubt the stocks will go still lower. Again pay no attention. Wait for the next boom. Continue to repeat this operation as long as you live, and you'll have the pleasure of dying rich." Fred Schwed, 1940

Meira