VW tókst að setja heimsmetið

Bílstjórarnir tóku hróðir við heimsmets viðurkenningunni úr höndum fulltrúa Guinness
Bílstjórarnir tóku hróðir við heimsmets viðurkenningunni úr höndum fulltrúa Guinness

Eins og frá var greint hér fyrir nokkru þá ætlaði VW að gera tilraun til að bæta heimsmet yfir minnstu eyðslu bíls með sprengihreyfil sem keyrir í gegnum 48 ríki Bandaríkjanna. Heimsmetið sem átti að bæta hafði verið skráð í Heimsmetabók Guinness og var 3,46 l/100 km. Heimsmets tilraunin fór fram á 2013 árgerð af VW Passat með diesel vél en uppgefin eyðsla slíks bíls í langkeyrslu er 5,47 l/100 km.

Nú hefur akstrinum í gegnum Bandaríkin verið lokið og tókst að setja nýtt met. Meðaleyðsla Passatsins á ferðinni var 3,02 l/100 km. Nýja heimsmetið er því töluvert lægra en það gamla sem sett var árið 2009. Gamla metið var líka sett af diesel Passat. Þess má til gamans geta að heimsmetið fyrir tvinnbíla í sömu grein er hærra en metið sem diesel bíllinn setti, eða 3,64 l/100 km.

Hér gefur að líta leiðina sem ekin var þegar heimsmetið …
Hér gefur að líta leiðina sem ekin var þegar heimsmetið var sett
mbl.is