VW ætlar að setja heimsmet

Reynt verður að setja heimsmet á VW Passat en kort …
Reynt verður að setja heimsmet á VW Passat en kort af akstursleiðinni má sjá á hlið bílsins

VW í Bandaríkjunum ætlar að gera tilraun til að bæta heimsmet sem skráð er í Heimsmetabók Guinness yfir minnstu eyðslu bíls með sprengihreyfil sem keyrir í gegnum 48 ríki Bandaríkjanna. Tveir bílstjórar munu keyra 8000 mílur eða rúmlega 12870 kílómetra í gegnum 48 ríki Bandaríkjanna á VW Passat TDI diesel.

Núverandi eyðslumet er 3,46 l/100 km á þessari sömu leið. Uppgefin eyðsla fyrir Passatinn í langkeyrslu er 5,47 l/100 km og bíður bílstjóranna því erfitt verk.

Þessi tilraun til heimsmets er liður í því að vekja athygli á því hve eyðslugrannir diesel bílar eru en þeir hafa ekki verið vinsælir í Bandaríkjunum. Vinsældir þeirra hafa þó aukist á allra síðustu árum með hækkandi bensínverði og aukinni umhverfisvitund. Þeir eiga þó enn langt í land með að verða jafn algengir og í Evrópu þar sem bensínverð er töluvert hærra.

mbl.is