Land Cruiser 250 kominn til landsins

Land Cruiser 250.
Land Cruiser 250. Ljósmynd/Toyota

Jeppaunnendum er óhætt að taka laugardaginn 2. mars frá, því þá verður í fyrsta sinn hægt að sjá Land Cruiser 250 á Íslandi.

„Þetta er upptakturinn að kynslóðaskiptum því seinna á árinu tekur Land Cruiser 250 við krúnunni af Land Cruiser 150 sem þjónað hefur vel og dyggilega í 14 ár. Glæsileg saga þessa konungs jeppanna heldur því áfram,“ að því er segir í tilkynningu frá Toyota. 

Fram kemur, að fyrsta eintakið af Land Cruiser 250 hafi komið til landsins á dögunum. Þetta sé sýningareintak sem sé á ferð um Evrópu til að kynna nýja kynslóð og stoppar hér á landi í aðeins örfáa daga.

„Í tilefni af komu bílsins og forsýningar á honum verður efnt til Land Cruiser sögusýningar þar sem rúmlega 70 ára sögu bílsins verða gerð skil og vel valin eintök frá fyrri árum verða sýnd.

Forsýning á Land Cruiser 250 og sögusýning í Toyota Kauptúni verður laugardaginn 2. mars kl. 12–16.“

mbl.is