Vorsýning BL fer fram um helgina

Dráttargeta og drægni verða í aðalhlutverki á vorsýningu BL við Sævarhöfða á morgun, laugardag, 20. apríl milli kl. 12 og 16.

Í tilkynningu frá BL kemur fram að úrval rafbíla og bíla sem tilvalið er að tengja við hjólhýsið eða tjaldvagninn til ferðalaga verði í kastljósinu. Þá verða reynsluakstursbílar til taks ásamt því sem heppnir ökumenn hafa möguleika á að vinna 50 þús. króna inneign í vefverslun Ísorku, hjólafestingu frá BL eða kælibox frá Víkurverki.

Samhliða sýningunni verða boðin sérstök kjör á ýmsum bílum, Ísorka kynnir nýjustu tækni og vísindi á hleðslusviðinu, Víkurverk kynnir nýjustu hjólhýsin og tjaldvagnana auk þess sem hjólbarðar frá Sailun verða boðin með sérstökum vorafslætti.

Einnig verða grillaðar pylsur og gos í boði ásamt andlitsmálun og fleiru fyrir krakkana

mbl.is