Margir vildu skoða nýjan Land Cruiser

Land Cruiser 250 þykir hafa kraftalegra útlit en síðasta kynslóð, …
Land Cruiser 250 þykir hafa kraftalegra útlit en síðasta kynslóð, þökk sé hvössum línum. Arnþór Birkisson

Fjöldi fólks lagði leið sína í Toyota-umboðið í Kauptúni um helgina en þar var sýndur nýr Land Cruiser 250. Fékk umboðið að láni sýningareintak af jeppanum sem er núna á ferðalagi um Evrópu, en margir bíða þess með eftirvæntingu að bifreiðin komi á göturnar.

Íslendingar hafa tekið miklu ástfóstri við Land Cruiser en á heimsvísu hefur bifreiðin selst í meira en 10 milljón eintökum þau rösklega 70 ár sem hún hefur verið í framleiðslu.

Á viðburði helgarinnar var jafnframt haldin sögusýning þar sem langri sögu Land Cruiser voru gerð skil og nokkur úrvalseintök af eldri árgerðum höfð til sýnis.

Þessi blái gullmoli frá því um miðja síðustu öld hefur …
Þessi blái gullmoli frá því um miðja síðustu öld hefur elst einkar vel. Arnþór Birkisson
Land Cruiser-jepparnir eiga sér stóran hóp aðdáenda á Íslandi.
Land Cruiser-jepparnir eiga sér stóran hóp aðdáenda á Íslandi. Arnþór Birkisson
mbl.is