Akstursíþróttatímabilið að hefjast

Með hækkandi sól sækir akstursíþróttafólk út úr bílskúrunum. Fyrsti viðburðurinn á keppnisdagatali Akstursíþróttasambands Íslands verður á laugardaginn þegar fyrsta umferð í Íslandsmótinu í rallycross verður keyrð.

Keppnin fer fram á svæði Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar í Kapelluhrauni.

Á keppnisdagatalinu fyrir 2014, sem birt er á heimasíðu Akstursíþróttasmbandsins, eru yfir 50 viðburðir. Auk rallycross eru þar meðal annars keppnir í kvartmílu, gókart, ralli, ökuleikni, drifti, torfæru, traktorstorfæru og sandspyrnu, svo eitthvað sé nefnt.

mbl.is