Býður sérútgáfu af flaggskipinu

Flaggskip BMW, bíllinn BMW 850i xDrive Coupe.
Flaggskip BMW, bíllinn BMW 850i xDrive Coupe.

Þeir sem áhuga hafa á að eignast hið nýja flaggskip BMW, 850i, gætu komist yfir sérútgáfu af bílnum, First Edition. En þeir verða hafa hraðann á því upplagið verður lítið.

Menn ættu að fá talsverð flottheit í 850i xDrive Coupe bílnum en verðmiðinn á  honum er t.d. í Noregi upp á jafnvirði 24,5 milljóna íslenskra króna. Sérútgáfan verður mun dýrari.

850i xDrive Coupe First Edition sérútgáfan verður aðeins smíðuð 400 eintökum, á tímabilinu apríl til júní í ár. Hann verður með V8 vél sem ásamt TwinPower hverfilblásturstækni skilar 530 hestöflum til allra hjólanna fjögurra gegnum átta hraða Steptronic gírkassa. Þá þykir víst að undirvagninn verði sérlega stilltur til að akstursánægjan verði sem best.

Kaupendum verður að líka blár bíllitur því öll verða séreintökin í honum. Hið formlega nafn bíllitarins er Frozen Barcelona Blue metallic, sem mætti útleggja sem Málmkenndur Barcelona ísblár.  Svörtum háglanslit bregður fyrir kringum hliðarglugga, við grillið og útblástursloka svo dæmi séu nefnd. Í samræmi við hinar dökku áherslur verða 20 tommu Jet Black svartar álfelgur  undir bílnum.

Vilji menn setja enn persónulegra mark á bílinn er hægt að panta þak úr koltrefjum og ýmsar sérútfærslur í yfirbyggingunni.   

Mikið verður lagt í innréttinguna og allt efnisval hennar og litasamsetningar. Sæti og bílhliðar verða klædd mýkstu mögulegu merino ullarklæðningu sem völ er á. Litasamsetningin er beinhvítt/næturblátt.

Einnig verða píanósvartir fletir í innra rýminu  og ökumenn fá síðan gott grip á stýrishjólinu sem klætt verður svonefndu M-skinni. Loks mun sérstakur smáskjöldur gefa raðnúmer bílsins til kynna, til dæmis sem „First Edition 1/400“.

Flaggskip BMW, bíllinn BMW 850i xDrive Coupe.
Flaggskip BMW, bíllinn BMW 850i xDrive Coupe.
Flaggskip BMW, bíllinn BMW 850i xDrive Coupe.
Flaggskip BMW, bíllinn BMW 850i xDrive Coupe.
Innréttingin í BMW 850i xDrive Coupe, flaggskipi BMW. Íburður verður ...
Innréttingin í BMW 850i xDrive Coupe, flaggskipi BMW. Íburður verður enn meiri í sérútgáfu bílsins.
Innréttingin í BMW 850i xDrive Coupe, flaggskipi BMW. Íburður verður ...
Innréttingin í BMW 850i xDrive Coupe, flaggskipi BMW. Íburður verður enn meiri í sérútgáfu bílsins.
Innréttingin í BMW 850i xDrive Coupe, flaggskipi BMW. Íburður verður ...
Innréttingin í BMW 850i xDrive Coupe, flaggskipi BMW. Íburður verður enn meiri í sérútgáfu bílsins.
Svartar 20 tommu álfelgur verða undir sérútgáfu BMW 850i xDrive ...
Svartar 20 tommu álfelgur verða undir sérútgáfu BMW 850i xDrive Coupe.
mbl.is