Suzuki besta bílamerkið

Táknmerki Suzuki.
Táknmerki Suzuki.

„Það er okkur sannur heiður að tilkynna að Suzuki hefur verið útnefnt besta bílamerkið í ánægjuvog UKCSI í Bretlandi.“

Þannig er komist að orði í tilkynningu, en ánægjuvogin er mælikvarði bresku neytendaþjónustunnar (ICS) á neytendaánægju á 13 sviðum bresks efnahagslífs.

Byggist niðurstaðan á reynslu 45.000 neytenda af vörum og þjónustu í ýmsum greinum, þar á meðal bílgreininni.

Suzuki varð í 1. sæti af 24 bílframleiðendum og í 15. sæti af 259 fyrirtækjum í 13 greinum.

„Reynsla neytenda af umboðsaðilum Suzuki var sú að þeir væru þægilegir og hreinskiptnir í samskiptum og að treysta mætti vörumerkinu betur en öðrum vörumerkjum,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is