Jaguar innkallar 48 bifreiðar

Jaguar I-Pace.
Jaguar I-Pace.

Bifreiðaumboðið BL hefur innkallað  48 Jaguar I-Pace bifreiðar. Ástæða er að nauðsynlegt er að endurforrita þurfi vélartölvu vegna reikningsskekkju sem varðar bremskukerfi bifreiðanna.

Kemur þetta fram á heimasíðu Neytendastofu á netinu en þar segir að viðkomandi bifreiðareigendum verður tilkynnt um innköllunina símleiðis.

mbl.is