Tesla-hleðslustöðvar opna fyrir alla

Til þess að nýta sér hleðslustöðvar Tesla þarf að ná …
Til þess að nýta sér hleðslustöðvar Tesla þarf að ná í sérstakt app frá bílaframleiðandanum. Ljósmynd/Tesla

Fimm hleðslustöðvar Tesla, á Akureyri, Egilsstöðum, Hvolsvelli, Höfn og á Kirkjubæjarklaustri, opna í dag fyrir allar tegundir rafbíla.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Tesla á Íslandi.

„Í dag opnum við hluta af stöðvunum okkar hér á Íslandi til að styðja markmið okkar um að flýta fyrir umskiptum heimsins yfir í notkun á sjálfbærri orku,“ segir í tilkynningunni.

Hingað til hefur aðeins verið hægt að hlaða bíla frá Tesla í Teslu-hleðslustöðvunum.

Til þess að gerast viðskiptavinur hleðslustöðvana þarf að ná í Tesla-appið. Þar er hægt að velja um að greiða fast mánaðargjald sem er 1800 krónur, eða að greiða 79 krónur fyrir hverja kílóvattstund.

mbl.is