Frumsýna nýjan rafmagnsbíl í dag

bZ4X frá Toyota.
bZ4X frá Toyota. Ljósmynd/Toyota

Rafmagnsbíll Toyota verður frumsýndur í dag, laugardaginn 25. febrúar, hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri. 

Gestum gefst kostur á að skoða og reynsluaka hinum nýja bZ4X milli klukkan 12 og 16, að því er fram kemur í tilkynningu. 

„bZ4X er öflugur rafmagnsbíll og býr yfir góðum aksturseiginleikum. Hann sameinar ýmsa kosti sem nútíma bíleigendur leita að, er þægilegur í akstri og búinn vandaðri og skemmtilegri innréttingu.

Þá hefur bZ4X mikla tæknilega getu og  þjónar jafn vel sem fólksbíll og torfærubíll. 17,7 cm eru undir lægsta punkt og vaðdýpt er 50 cm.

bZ4X er bæði fáanlegur með framdrifi, og með fjórhjóladrifi.“

Rúmgóður.
Rúmgóður. Ljósmynd/Toyota
Bjartur.
Bjartur. Ljósmynd/Toyota
mbl.is