Nýr rafsendiferðabíll frá Benz

eSprinter er nýr bíll frá bílaframleiðandanum Mercedes-Benz. Bíllinn er rafbíll …
eSprinter er nýr bíll frá bílaframleiðandanum Mercedes-Benz. Bíllinn er rafbíll sem bygður er af sendiferðabílnum Sprinter. Ljósmynd/Aðsend

Mercedes-Benz kynnir til leiks eSprinter sem er væntanlegur til Íslands í byrjun næsta ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bílaumboðinu Öskju.

Mercedes-Benz Sprin­ter, sem hinn nýi rafsendiferðabíllinn eSprinter er byggður á, er vin­sæl­asti at­vinnu­bíll þýska bíla­fram­leiðand­ans. Sprinter er stærsti bíllinn í sendibílalínu framleiðandans, að því er fram kemur í tilkynningu. 

Tvær tegundir rafmótora verða í boði í eSprinter, bæði 100 kílóvata mótor og 150 kílóvatta mótor. Bíllinn kemur með mismunandi stærðum rafhlaðna en sú stærsta er með 113 kílóvattstundir og skilar 400 kílómetra drægni.

Bíllinn mun einnig koma í tveimur lengdarútfærslum og býður upp á mikla burðargetu, þar sem leyfð heildarþyngd er allt að 4,25 tonn.

Bíllinn er mjög tæknivæddur og býður meðal annars upp á afþreyingarkerfi frá Mercedes-Benz og bakkmyndavélin er í baksýnisspegli bílsins.

Sendibíllinn státar af miklu innanrými en rafgeymastæðan er undir gólfi bílsins og gengur því ekki á rýmið að innan. Hleðslurýmið er því óbreytt miðað við hefðbundinn díselbíl, segir enn fremur í tilkynningu. 

Mercedes-Benz hefur sett sér það að markmiði að allur bílafloti framleiðandans verði rafmagnaður fyrir árið 2030.

mbl.is