Frumsýna nýjan Ford sendiferðabíl

Nýi Ford Transit Custom-sendiferðabíllinn.
Nýi Ford Transit Custom-sendiferðabíllinn. Ljósmynd/Aðsend

Ford á Íslandi mun frumsýna nýjan Ford Transit Custom dagana 22. febrúar til 2. mars í bílaumboði Brimborgar á Bíldshöfða 6 í Reykjavík.

Í tilkynningu frá Brimborg segir að bílinn sé nú fáanlegur fjórhjóladrifinn og að Ford hafi lagt áherslu á þægilegt vinnuumhverfi. 

Hægt að breyta stýrinu í borð

Í því samhengi má nefna 5G nettengingu, 13" snertiskjá, stýri sem er hægt að breyta í borð, Pro Power Onboard-tengil fyrir rafmagnsverkfæri.

Hér má sjá stýrið í hlutverki borðs.
Hér má sjá stýrið í hlutverki borðs. Ljósmynd/Aðsend

Í tilkynningu segir að bílinn hafi verið kosinn sigurvegari IVOTY (International Van of the Year Award) 2024-verðlaunanna af sérfræðidómnefnd skipaðri 25 atvinnubílablaðamönnum. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is