Sýna nýjan sjö sæta Kia EV9 Earth

Bíllinn er sagður henta sérlega vel fyrir ferðalög.
Bíllinn er sagður henta sérlega vel fyrir ferðalög. Ljósmynd/Askja

Kia á Íslandi blæs til sýningar á laugardag, þar sem sýndur verður alrafmagnaður sjö sæta jeppi af gerðinni EV9 Earth.

Sýningin verður haldin í sýningarsal Kia að Krókhálsi 13, frá klukkan 12 til 16.

Kia EV9 Earth verður sýndur á laugardag.
Kia EV9 Earth verður sýndur á laugardag. Ljósmynd/Askja

Allt að 522 km drægni

Í tilkynningu frá bílaumboðinu Öskju segir að EV9 sé með mikla drægni á rafmagni og henti því sérlega vel fyrir ferðalög.

„Allir EV9 eru með V2L-búnaðinn sem gerir honum kleift að gefa frá sér raforku, til dæmis til að halda hleðslu á hjólhýsi eða gefa öðrum rafbílum stuð,“ segir í tilkynningunni.

Bent er á að bifreiðin sé með allt að 522 km drægni og 2.500 kg dráttargetu, ásamt því að vera fjórhjóladrifinn „og með rými fyrir alla fjölskylduna“.

Tilnefndur í tveimur flokkum

Rafjeppinn er með viðurkenningar á borð við Gullna Stýrið í flokknum „Fjölskyldubíll ársins“ og var útnefndur „Lúxusbíll ársins“ í Þýskalandi, sem eru sagðar undirstrika magnaða fjölhæfni EV9.

Þá er bíllinn kominn í úrslit og tilnefndur sem bæði besti bíll ársins og rafmagnsbíll ársins á World Car Awards 2024. Sigurvegarinn verður tilkynntur 27. mars.

Þá vann hann einnig „Women‘s Worldwide Car of the Year 2024“ á dögunum þar sem kvenkyns bílablaðamenn frá 52 löndum völdu hann bestan.

mbl.is