Vatt frumsýnir þrjá nýja rafmagnsbíla

BYD SEAL.
BYD SEAL. Mynd/Aðsend

Vatt frumsýnir um næstu helgi þrjá nýja 100% rafmagnaða BYD-bíla á bílasýningu sem haldin verður í Vatt, Skeifunni 17, á laugardag og sunnudag.

Í tilkynningu frá Vatt segir að um sé að ræða þrjá spennandi rafmagnsbíla, BYD SEAL, BYD SEAL U og BYD DOLPHIN. 

„Allir sem reynsluaka á sýningunni fara í lukkupott. Í honum verða veglegir vinningar. Tveir heppnir verða dregnir út úr lukkupottinum eftir sýninguna. Þeir munu vinna sér inn glæsilegan vinning hver, gistingu fyrir tvo á Hótel Rangá með þriggja rétta kvöldverði ásamt morgunverði,“ segir í tilkynningunni.

Bílasýningin fer fram á laugardag og sunnudag frá klukkan 12-16.

mbl.is