Bílabúð Benna kynnir nýtt vörumerki

Nýr Torres EVX frá KGM verður frumsýndur í haust.
Nýr Torres EVX frá KGM verður frumsýndur í haust. Ljósmynd/Aðsend

Bílabúð Benna kynnir til sögunnar vörumerkið KGM sem tekur við af kóreska bílaframleiðandanum SsangYong. 

Boðið verður til sýningar í sýningarsal KGM á Krókshálsi 9 á morgun laugardaginn 25. maí.

Létta veitingar verða í boði og þeir sem reynsluaka bíl frá KGM og skrá sig á póstlista eiga möguleika á að vinna dekkjaumgang frá Nesdekk að andvirði allt að 200.000 krónum, segir í tilkynningu. 

Keyptu ráðandi hlut í SsangYong

Á síðasta ári keypti fyrirtækið KG Group í Kóreu ráðandi hlut í SsangYong með það í huga að að sækja á evrópska bílamarkaðinn með til dæmis framleiðslu á nýjum rafbílum.

Til stendur að frumsýna fjóra nýja rafbíla undir merkjum KGM en fyrsti bílinn undir hina nýja merki, Torres EVX, verður frumsýndur hér á landi í haust. 

Í tilkynningu segir að nafnabreytingin muni ekki að hafa áhrif á eigendur SsangYong bíla hér á landi hvað varðar ábyrgð og þjónustu sem helst óbreytt, segir enn fremur í tilkynningu. 

Nýir bílar frá KGM hljóta þó enn betri ábyrgðarskilmála og verður þannig rafhlaða EVX með 10 ára og milljón kílómetra ábyrgð. 

„Þetta var mikill fengur þegar KG Group festi kaup á SsangYong. Við hjá Bílabúð Benna erum spennt fyrir framhaldinu og hlökkum til að bjóða Íslendingum áfram vel útbúna jeppa og jepplinga á frábærum kjörum og kynna nýja og spennandi rafbíla frá KGM,“ er haft eftir Benedikt Eyjólfssyni, forstjóra Bílabúðar Benna, í tilkynningu.

mbl.is