Phelps hinn ungi byrjar í leikskóla

Boomer Robert Phelps var að byrja aftur í leikskólanum, en ...
Boomer Robert Phelps var að byrja aftur í leikskólanum, en hann er sonur sundkappans knáa Michael Phelps og fyrrum fegurðardrottningarinnar Nicole Johnson. Ljósmynd/skjáskot

Það er alltaf gaman að fá að kíkja á skólabyrjunarmyndir foreldra eftir að ævintýralegt sumarfríið er að baki og skiptir þá litlu hvaða skólastig er um að ræða. Boomer Robert Phelps litli byrjaði sinn fyrsta dag í leikskóla í Arizona nýlega en hann er sonur sundkappans knáa Michaels Phelps og fyrrverandi fegurðardrottningarinnar Nicole Johnson, síðar Nicole Phelps. Ekki alslæm genasamsetning þar á ferð, en Phelps vann 23 gullverðlaun á sundferli sínum og í allt 28 medalíur.

Myndin af honum hér birtist á eigin instagramsíðu Boomers litla en líklegt má telja að annað hvort foreldri hans beri ábyrgð á henni. 

Boomer litli er stoltur stóri bróðir Becketts Richards Phelps sem fæddist í maí á þessu ári og birtust myndir af þeim bræðrum og hinni hamingjusömu fjölskyldu víða í fjölmiðlum í tilefni af stækkun hennar. Þau búa í Paradísardalnum í Arizona þar sem Nicole sinnir ungum sonum og Michael starfar sem þjálfari fyrir sundliðið The Arizona State Sun Devils. 

Kósístund heima hjá öllum strákunum

Skyld'ann verða sundkappi eins og pabbi?

mbl.is