Var ráðlagt að fjarlægja tvö fóstur af fjórum

Grace Slattery segist ekki geta verið stoltari af börnunum sínum ...
Grace Slattery segist ekki geta verið stoltari af börnunum sínum og að sjá þau í litlu skólabúningunum sínum sé ótrúleg tilfinning. Á myndinni er Grace með Ameliu, Mollie, Lily og Lucas. Ljósmynd/skjáskot

Það var stór dagur í síðustu viku þegar hin írska Grace Slattery fylgdi fjórburunum sínum í forskólann í fyrsta sinn en þegar hún var ólétt að þeim var henni boðið að láta fjarlægja tvö fóstur af fjórum til að auka líkurnar á að meðganga tveggja barna myndi ganga vel. Hún kaus að tala um þessa reynslu sína við fjölmiðla í tilefni dagsins.

Hunsaði ráðgjöf lækna

Hún hafði átt erfitt með að verða ólétt og misst fóstur þrisvar sinnum og fékk því þessi ráð og þennan erfiða valkost frá læknum sem hún þó kaus að hunsa enda komin 17 vikur á leið þegar þessi umræða átti sér stað.

Grace var ráðlagt af læknum að fjarlæga tvö fóstur þegar ...
Grace var ráðlagt af læknum að fjarlæga tvö fóstur þegar hún komst að því að hún var ólétt af fjórburum. Hún fór gegn ráðum læknanna og deildi sögu sinni á breskum fjölmiðlum í tilefni af því að þau voru að byrja í skóla. Ljósmynd/skjáskot

Grace og James Slattery höfðu barist við ófrjósemi og fósturmissi í nokkur ár þegar Grace varð ólétt án meðferðar. Það eitt og sér gerði þau undrandi og glöð og ekki minnkaði undrunin þegar þau komust að því að börnin voru fjögur. Það má því leiða líkum að því fyrri frjósemisaðgerðir hafi haft einhver áhrif en þau voru þó ekki í þungunarferli þegar hún komst að óléttunni. Líkurnar á að eignast fjórbura án frjósemisaðgerða er 1:700.000

Vegna sögu Grace gáfu læknar henni ekki mikla von um að hún myndi geta lokið meðgöngunni en henni tókst að ganga með börnin í 32 vikur og voru börnin á milli þess að vera tæplega eitt kg til tæplega tveggja kg að þyngd við fæðingu. Algeng fæðingarþyngd nýbura er í kringum 3,5 kg. Sú minnsta, Amelia, fæddist með sum líffæri sín á röngum stað en tekist hefur að lagfæra það með aðgerðum og er hún nú jafn stálhraust og systkini hennar.

 Fjögur lítil kraftaverk

„Þetta eru litlu kraftaverkin mín og við hjónin eigum stundum ennþá erfitt með að trúa því að við höfum eignast fjögur börn á sama tíma. Þau eru mjög samrýnd þrátt fyrir að vera mjög ólíkir persónuleikar. Þau elska skólann og ég verð að segja að það auðveldar dagana hjá okkur heilmikið að þau skuli öll vera í eins skólabúningum fimm daga vikunnar! Mér fannst ótrúlega krúttlegt að sjá þau fara af stað í eins fötum, með nýju skólatöskurnar sínar og eins nestisbox,“ segir þessi stolta móðir.

Hún segist hafa keypt 10 búninga til að vera viss um að geta sent þau af stað i hreinum fötum alla daga vikunnar. „Lífið er rússíbani með fjórburana en við myndum engu vilja breyta. Ég mun sakna þeirra þegar þau fara í skólann en það verður lika ósköp indælt að fá smá pásu frá þeim á daginn.“

 The Daily Mirror og The Sun

mbl.is