Lét börnin gefa dótið sitt

Kourtney Kardashian ásamt dóttur sinni Penelope á leiðinni í Watts ...
Kourtney Kardashian ásamt dóttur sinni Penelope á leiðinni í Watts Empowerment miðstöðina að gefa leikföng til þeirra barna sem vantar. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Kourtney Kardashian er samfélagslega ábyrg og kennir börnum sínum góða siði. Samkvæmt frétt Mail Online fór hún með börn sín, Penelope (sex ára) og Mason (átta ára), í Watts Empowerment-miðstöðina í Los Angeles til að gefa leikföngin sín. Staðurinn er rekinn fyrir börn og unglinga sem þurfa á aðstoð að halda.  Í haust er markmiðið að öll börn sem koma í miðstöðina fái skólatösku með pennaveski og fleiri nauðynjavörum í.

Kardashian-systirin fór með fulla poka af leikföngum í miðstöðina. Að gefa hluti sem ekki eru notaðir er bæði samfélagslega ábyrg hugsun og einnig gott uppeldi.

Kardashian-systirin lét ekki eitthvert drasl af hendi rakna heldur lét börnin sín gefa falleg og fín leikföng sem lítið eða ekkert sást á. Hún segir að það skipti máli að pakka hlutunum fallega inn. 

Það velur enginn hvar hann fæðist og stundum er sagt að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Framtak fjölskyldunnar er fallegt og öðrum til eftirbreytni. Ef þú vilt gera slíkt hið sama getur þú farið með leikföng og fatnað í gáma Rauða krossins. 

View this post on Instagram

#TrendAlert! A #fashioninfluencer #kourtneykardashian e os pequenos #kidsfashion #MasonDisick e #PenelopeDisick foram clicadas ontem em, #LosAngeles. #moda#fashionstreet#fashion#look#influencer#fashionblogger#fashiongram#streetstyle#powergirl#girlpower#street#grife#balenciaga#streetfashion#streetwear#fashionista#fashionstyle#itsgirl#kuwtk#adidas#lookdodia

A post shared by LookDoDia (@foconolook) on Sep 20, 2018 at 2:07am PDT

View this post on Instagram

SATURDAY @ Noon! Back-2-School Backpack Giveaway! Help us make sure EVERY CHILD IN WATTS that comes will go home with a new backpack full of quality school supplies! These kids deserve the best!!! WE NEED TONS OF HELP! So invite a friend and help us equip these kids! We have the "Watts Express Train", surprise friends coming by and of course lots of food! . Can't make it but want to help??? Link in bio!!! . DON'T FORGET: TOMORROW (Friday) is our 1st Watts Empowerment Center Resource Fair 2,000 locals + 175 companies coming + Tommy THE Clown = come by any btwn 10am - 4.30pm

A post shared by Justin Mayo (@redeyeinc) on Aug 9, 2018 at 9:06pm PDT

mbl.is