Svona elur frú Beckham upp dóttur sína

Victoria Beckham á eina dóttur en þrjá stráka.
Victoria Beckham á eina dóttur en þrjá stráka. AFP

Victoria Beckham á fjögur börn en eignaðist ekki dóttur fyrr en síðasta barn hennar og Davids Beckham kom í heiminn. Í heimi þar sem karlmenn eru helstu fyrirmyndir fólks á mörgum sviðum er að vissu leyti öðruvísi að ala upp stúlkur en stráka. 

„Á hverjum degi þegar Harper fer í skólann, fer hún upp stigann, ég kyssi hana. Ég segi: „Harper þú ert stelpa, þú getur afrekað hvað sem er. Þú getur gert hvað sem þig langar til að gera“,“ segist Victoria Beckham segja við dóttur sína samkvæmt Marie Claire

Frú Beckham segist leggja mikla áherslu á þetta og segir að Harper sem er sjö ára viti það vel. „Við tölum mikið um það. Hún vill verða uppfinningakona og er mjög stolt af því. Hún er sterk gáfuð kona, lítil kona. Ég er enn að hamra járnið og ég ætla ekki að hætta. Ég held að engin okkar vilji hætta. Þetta eru mikilvægir tímar fyrir konur.“

View this post on Instagram

Can’t believe our baby is 7 today!!! X Time goes so quickly xxxx Love u @davidbeckham x

A post shared by Victoria Beckham (@victoriabeckham) on Jul 10, 2018 at 9:18am PDTmbl.is