Svona sagði Biel Timberlake frá óléttunni

Jessica Biel og Justin Timberlake eiga þriggja ára son.
Jessica Biel og Justin Timberlake eiga þriggja ára son. AFP

Stjörnuhjónin Justin Timberlake og Jessica Biel urðu foreldrar þegar sonurinn Silas kom í heiminn í apríl fyrir þremur árum. Söngvarinn rifjaði upp í nýútkominni bók sinni hvernig Biel sagði honum frá því að þau ættu von á barni. 

Timberlake var á tónleikaferðalagi, því sama og hann var á þegar hann kom fram í Kórnum í Kópavogi, þegar Biel sagði honum frá þunguninni. Hann var í Detroit en Biel var í Los Angeles og ætlaði að koma stuttu seinna og vera með honum. 

„Ég var nýbúinn að klára tónleika og fór í bílinn minn og kíkti í símann. Þar voru skilaboð frá Jess, í hástöfum. Það stóð „hringdu í mig núna“. Ég hringdi strax í hana á FaceTime. Hún svaraði með þennan svip á andlitinu og ég viss nákvæmlega hvað hún var að fara segja, í staðinn hélt hún þungunarprófinu uppi og við byrjuðum bæði að hágráta,“ segir í kaflabroti úr bók Timberlake sem birt var á E!

„Síðustu tónleikarnir mínir voru í Las Vegas 2. janúar 2015,“ skrifaði Timberlake sem kláraði tónleikaferðalagið snemma til þess að geta verið heima hjá fjölskyldu sinni. „Þremur mánuðum seinna var ég faðir.“

View this post on Instagram

Here’s to my amazing father who taught me not to be afraid of anything! To be strict and diligent about personal discipline and integrity, who loves me desperately and nurtured all my childhood and adulthood dreams. And to my husband who I watch with awe everyday as he guides and teaches, encourages and supports, and above all, LOVES the sh$t, out of his own young man. Happy Father’s Day to all the dads out there. We can’t do this parenting thing without you.

A post shared by Jessica Biel (@jessicabiel) on Jun 17, 2018 at 3:12pm PDT

mbl.is