Dóttirin fékk frumlegt nafn

Hildur Yeoman og Daníel Björnsson.
Hildur Yeoman og Daníel Björnsson. Eggert Jóhannesson

Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman og maður hennar Daníel Björnsson létu skíra dóttur sína í síðustu viku. Hildur er þekkt fyrir frumleg og skemmtileg mynstur í hönnun sinni og því ekki við öðru að búast en nafnið yrði spennandi en dóttirin fékk nafnið Draumey Þula. 

Nafnið er afar fallegt og þó svo að bæði nöfnin séu frumleg og óalgeng eru þau síður en svo nýnefni. Nafnið Draumey virðist reyndar vera vinsælt í ár. Í Þjóðskrá má finna tvær aðrar stúlkur sem fæddar eru árið 2018 sem bera nafnið sem fyrsta nafn. Það er ekki ótrúlegur fjöldi miðað við fæðingar en þó stór prósenta af þeim konum sem bera nafnið. 

Hildur Yeoman ásamt syni sínum Högna Daníelssyni Yeoman.
Hildur Yeoman ásamt syni sínum Högna Daníelssyni Yeoman. Freyja Gylfa
mbl.is