Lúðvík mesta krúttið á jólamyndinni 2018

Katrín og Vilhjálmur eru umvafin börnum sínum þremur á jólakortinu ...
Katrín og Vilhjálmur eru umvafin börnum sínum þremur á jólakortinu í ár. AFP PHOTO / KENSINGTON PALACE / MATT PORTEOUS

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans, Katrín hertogaynja, senda jólakort eins og aðrar fyrirmyndarfjölskyldur. Í ár eru þau í fyrsta skipti með þrjú börn á jólakortamyndinni enda eignuðust þau sitt þriðja barn í vor. 

Fjölskyldan er afar afslöppuð á myndinni sem var greinilega tekin þegar farið var að hausta á sveitasetri þeirra. Foreldrarnir eru í gallabuxum og hinn fimm ára gamli prins, Georg, er kátur í stígvélum á meðan Karlotta prinsessa er í blárri prjónaðri peysu með fallegu mynstri. 

Lúðvík litli er skælbrosandi á myndinni en hann hefur stækkað hratt síðan hann kom í heiminn 23. apríl. 

View this post on Instagram

The Duke and Duchess of Cambridge are pleased to share a new photograph of their family. The photograph, taken by Matt Porteous, shows The Duke and Duchess with their three children at Anmer Hall. This photograph features on Their Royal Highnesses’ Christmas card this year.

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on Dec 14, 2018 at 3:00am PST

mbl.is