„Skelfilegar mömmur“

Vanessa Hudgens, Leah Remini og Jennifer Lopez á heimsfrumsýningu Second …
Vanessa Hudgens, Leah Remini og Jennifer Lopez á heimsfrumsýningu Second Act-kvikmyndarinnar. AFP

Skelfilegar mömmur pissa á sig þegar þær hlæja, hlaupa um naktar og borða smákökur fyrir svefninn. Þær velja eitt barn fram yfir annað og þar fram eftir götunum. Það þekkja leikkonurnar Jennifer Lopez og Leah Remini af eigin raun.

Vefsíðan Scary Mommy er skemmtileg síða sem Jill Smokler stofnaði árið 2008 til að halda utan um dagana sem hún var heimavinnandi húsmóðir. Í dag er síðan fyrir alls konar fólk sem sammælist um þá staðreynd að foreldrar eru ekki fullkomið fólk. 

Myndbandið var gert sem hluti af kynningu á kvikmyndinni Second act sem báðar leikkonurnar leika í. Kvikmyndin fjallar um Maya, konu á fimmtugsaldri sem er föst í  láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einkarekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir misskilning hálaunað starf. Reyndar er ekki um alveg tóman misskilning að ræða því eiginmaður bestu vinkonu Mayu hafði tekið upp á því að falsa bæði ferilskrá hennar og samfélagsvefi auk þess að sækja um vinnuna fyrir hana.

Ekki missa af þessu frábæra myndbandi um tvær mömmur sem segja hlutina eins og þeir eru. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert