Samkennd ein besta forvörnin

Að kenna börnum og unglingum samkennd er eitt af lykilatriðum ...
Að kenna börnum og unglingum samkennd er eitt af lykilatriðum þegar kemur að forvörnum tengt fíknsjúkdómum að mati sérfræðings. Ljósmynd/Thinkstockphotos

Yfirlæknir Hazelden Betty Ford, geðlæknirinn Joseph Lee, stýrir einni virtustu meðferðarstofnun heims. Hann segir foreldra spila mikilvægt hlutverk þegar kemur að forvarnarhluta þess að halda börnum frá því að þróa með sér fíknisjúkdóm. 

Foreldrar eru fyrirmyndir barna á heimilinu. Þegar fjölskylduhefð byggir á góðum nánum samskiptum, samtali og foreldrar sýna börnum sínum hvernig maður bregst við áskorunum þá eru meiri líkur á að börnin haldi sér frá skaðlegri hegðun. Samkennd er einnig mikilvæg þar sem börn og fullorðnir gefa sjálfum sér og öðrum tækifæri þrátt fyrir mistök. 

Í hlaðvarpi stofnunarinnar leggur hann áherslu á að mikilvægi þess að vinna markvisst að því að reyna að koma í veg fyrir að ungt fólk byrji að neyta efna. Hann leggur áherslu á að fíkn sé ekki foreldrum að kenna og góðir foreldrar geti átt börn sem byrja að neyta fíkniefna. En leggur áherslu á að sum börn séu í meiri hættu en önnur. Fíkn sé sem dæmi fjölskyldusjúkdómur. 

„Foreldrar ættu að hafa það hugfast að þeir sýna fordæmi með eigin hegðun. Það sem ég mæli með að foreldrar geri er að þeir séu í góðum tengslum við börn sín. Við vitum allt um þau efni sem eru á markaðnum í dag. Það geta foreldrar aldrei orðið sérfræðingar í. Hins vegar geta foreldrar orðið sérfræðingar í að mynda tengsl við börnin sín. Kenna börnunum sínum samkennd. Það er ótrúlega mikilvæg forvörn. Að kenna börnunum sínum að setja sig í spor þeirra sem við erum ósammála er mikilvægt. Að kenna börnunum sínum að þau tilheyra og að þau skipta máli. 

Eins er mikilvægt fyrir foreldra að vita að samfélagsmiðlar, tölvur og nýjasta tækni er að hafa mikil áhrif á börnin okkar. Sér í lagi þau sem eru líkleg til að verða fíklar. Þau koma sér oft í vandræði á samskiptasíðum og fleira í þeim dúrnum. Eins hafa samfélagsmiðlar mikil áhrif á börn okkar þegar kemur að því að bera sig saman við aðra. Börn eru þannig gerð frá náttúrunnar hendi að þau eru skammsýnni en við. Þau hafa ekki þann þroska sem fullorðið fólk hefur. 

Eftir því sem að börn kynnast betur lífi annars fólk þá skilja þau betur hvað aðrir eru að ganga í gegnum um. Hvernig við öll getum gert mistök og þurfum á fyrirgefningu að halda. Við þurfum annan séns í lífinu, þrjá sénsa eða jafnvel fimmtán sénsa. Vegna þess að það er í mannlegu eðli okkar að gera mistök. Þess vegna skiptir samkennd og það að geta sett sig í spor annarra svo miklu máli þegar kemur að forvörn fyrir fíkn. 

Þegar kemur að ungu fólki á meðferðarstöðinni okkar í úthverfum Minneapolis þá aðstoðum við þau í að sjá sinn eigin sannleika. Þeirra sérstöðu. Við veitum viðtöl sem eru hvetjandi, við höfum trú á unga fólkinu okkar, við trúum því að þau séu í eðli sínu góðir krakkar og við tölum við þau þannig. Þegar þau eru tilbúin að taka ábyrgð á eigin lífi, umvefja ástina í kringum sig, þá sjáum við bata hjá þeim. Það er hægt að ná bata þrátt fyrir að maður sé ungur og lifa góðu lífi í framhaldi. En maður verður að sýna sjálfum sér og öðrum samkennd, maður verður að vera fyrirmynd þeirra fyrir fúsleika, auðmýkt og fleiri eiginleika sem nauðsynlegt er að hafa til að upplifa breytingar og ná bata.“

mbl.is