Pelabörn líklegri til að vera örvhent

Er barnið á brjósti eða bara á pela?
Er barnið á brjósti eða bara á pela? mbl.is/Thinkstockphotos

Ný rannsókn sýnir fram á að pelabörn séu líklegri til að vera örvhent en börn sem eru á brjósti fyrstu sex til níu mánuði ævi sinnar. Á vef Science Daily kemur fram hlutfall örvhentra er lægra hjá þeim börnum sem tóku þátt í rannsókninni og voru á brjósti. Sextíuþúsund mæður og börn tóku þátt. 

Er rannsóknin sem gerð var á vegum Washington-háskóla sögð gefa nýja sýn á þroska heilastarfseminnar sem er afar flókin. Að lokum ákvarðast það þó út frá heila barna hvort þau verði rétthent eða örvhent. 

Höfundur rannsóknarinna, Philippe Hujoel, telur að brjóstagjöf hámarki ferlið sem heilinn gengst undir þegar ákvarðast hvort fólk skrifi með hægri eða vinstri. Segir hann þessa uppgötvun mikilvæga þar sem hún sýni hversu mikilvægt er að halda áfram brjóstagjöf í sex til níu mánuði eftir fæðingu barns. 

Tekið er fram að ekki sé verið að draga þá ályktun að brjóstagjöf leiði beint til rétthentis og öfugt. Það stjórnist á fósturstigi og af erfðum. 

Fólk er annað hvort örvhent eða rétthent.
Fólk er annað hvort örvhent eða rétthent. Getty images
mbl.is