Barnfóstrur sem kunna bardagalist

Norland-barnfóstrur þykja þær allra bestu í heiminum í dag. Þær …
Norland-barnfóstrur þykja þær allra bestu í heiminum í dag. Þær annast börn þekktra einstaklinga víða um heiminn. Ljósmynd/skáskot Instagram

Umræðan um barnfóstrur er mikil í fjölmiðlum í dag. Ekki síst vegna áhuga almennings á kvikmyndinni Mary Poppins. Samkvæmt tímaritinu Tatler þykir Norland College í Bretlandi sá allra besti í heiminum þegar kemur að því að útskrifa barnfóstrur. Þær eru þjálfaðar í bardagalist og að forðast ljósmyndara slúðurtímaritanna. Enda passa þessar barnfóstrur börn fyrir áhrifamestu fjölskyldur veraldar.

Barnfóstrur úr þessum skóla eru fallega klæddar og óaðfinnanlegar í framkomu. Hér á árum áður þótti algengt að barnfóstra fylgdi fjölskyldum eftir nánast alla ævina. En nú ferðast þær meira á milli starfa, þó að ekki séu gerðar minni kröfur til þeirra sem fara í gegnum skólann.

Barnfóstrurnar eru þjálfaðar í því að hugsa um börn dag og nótt. Þær þurfa að annast dúkkur sem eru tölvuforritaðar á ákveðinn hátt og fá þjálfun í því að vera Norland-fóstrur bæði í vinnu sem utan vinnu. 

það þykir alls ekki fínt að Norland-fóstrur drekki áfengi eða birti myndir af sér á samfélagsmiðlum að skemmta sér. Miklar kröfur eru gerðar í skólanum enda má búast við að fóstrur sem útskrifast úr skólanum séu á allt að þrisvar sinnum hærri launum en aðrar barnfóstrur í Bretlandi svo dæmi séu tekin. 

Einungis einn maður hefur útskrifast úr skólanum í þau 120 ár sem hann hefur verið starfandi. 

View this post on Instagram

📸 It’s photograph day for Set 42. #WeAreNorland

A post shared by Norland College (@norlandcollege) on Nov 16, 2018 at 2:55am PST

View this post on Instagram

That’s a wrap! Check out all of the photos from today’s #London orientation in our highlighted story 🗺 #WeAreNorland

A post shared by Norland College (@norlandcollege) on May 4, 2018 at 8:50am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert