Svona eykst sykurneysla barna

Sætupunkturinn er ekki sá sami fyrir börn og fullorðna.
Sætupunkturinn er ekki sá sami fyrir börn og fullorðna. Ljósmynd/Pexels

Matvælaframleiðendur styðjast við hugtak sem kallast „blizz point“ þegar kemur að sykri. Því meira sem er af honum í matvöru því meira er borðað af henni þar til komið er að því marki að matvaran er orðin of sæt. Þessi sætupunktur er annar fyrir börn og því eru vörur fyrir þann hóp yfirleitt hafðar sætari. Þetta segir Tryggvi Þorgeirsson, læknir, lýðheilsufræðingur og einn af stofnendum Sidekick Health sem er fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsuforvörnum með öðruvísi leiðum. 

mbl.is