Komst loksins í skó aftur

Jessica Simpson er ólétt af sínu þriðja barni.
Jessica Simpson er ólétt af sínu þriðja barni. AFP

Bandaríska söngkonan Jessica Simpson á von sínu þriða barni. Meðgangan hefur ekki reynst henni auðveld í þetta skiptið, sérstaklega síðustu mánuði. Söngkonan hefur verið dugleg að sýna raunsanna mynd af erfiðri meðgöngunni á samfélagsmiðlum í stað glansmyndar sem oft birtist fólki. 

Fætur Simpson þrútnuðu svo mikið að hún passaði ekki lengur í skóna sína. Litu ökklar hennar út fyrir að vera tvöfaldir á tímabili. Sem betur fer býr Simpson þar sem sólin skín allt árið og þurfti ekki að troða snjó. Svo virðist sem kínversk nuddaðferð með sogglösum hafi hjálpað til að koma blóðflæðinu af stað. 

Bólgnir fætur eru ekki það eina sem hefur hrjáð Simpson en hún greindi frá því í vikunni að loksins eftir mánuð af settaugabólgu, þrjár vikur af lungnakvefi hafi hún komist í strigaskóna sína. Hún hafi þurft að ganga smá kvíða af sér. 

View this post on Instagram

Any remedies?! Help!!!!

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on Jan 10, 2019 at 5:10pm PST

View this post on Instagram

Cupping 🙌

A post shared by Jessica Simpson (@jessicasimpson) on Jan 18, 2019 at 6:41pm PST

mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu