Faðir í annað sinn 69 ára

Richard Gere lætur aldurinn ekki stoppa sig í barnauppeldinu.
Richard Gere lætur aldurinn ekki stoppa sig í barnauppeldinu. mbl.is/AFP

Leikarinn Richard Gere eignaðist sitt annað barn á dögunum þegar eiginkona hans, hin spænska Alejandra Silva, fæddi þeim son á spítala í New York. Spænska Hello greinir frá komu barnsins. 

Hjónin giftu sig í apríl í fyrra og ekki leið á löngu þar til leikarinn, sem er 69 ára, og eiginkona hans, sem er 35 ára, staðfestu að von væri á barni. Gere á fyrir Homer James Jigme sem hann eignaðist með fyrrverandi eiginkonu sinni, Carey Lowell, árið 2000. Silva á soninn Albert sex ára með fyrrverandi eiginmanni sínum. 

Richard Gere og Alejandra Silva með páfanum árið 2016.
Richard Gere og Alejandra Silva með páfanum árið 2016. AFP
mbl.is