Mikil áhætta að birta myndir af börnum

Ætli þessi mynd lýsi nútímafjölskyldunni best?
Ætli þessi mynd lýsi nútímafjölskyldunni best? mbl.is/Thinkstockphotos

Samkvæmt The Guardian er einstaklega vandmeðfarið að setja myndir af börnum á samfélagsmiðla. Í raun er því haldið fram að myndbirtingarnar segi mikið til um foreldrana. 

Margir foreldrar eru duglegir að setja myndir af börnum sínum á samfélagsmiðla. En við hvaða tilefni gera þau það? Hvaða áhrif mun það hafa á börnin í framtíðinni?

Í greininni er fjallað um m.a. fræga fólkið sem birtir reglulega myndir af börnum sínum. Kim Kardashian West er nefnd sem dæmi og það hvernig hún lagar til myndirnar af börnum sínum. Í greininni er spurt: Hvaða áhrif mun það hafa á börnin hennar? Munu þau halda að útlit þeirra sé ekki nógu gott, að því þurfi að breyta?

Eins er mikilvægt að átta sig á áhættunni sem felst í því að setja myndir af börnunum okkar að mistakast á netið. Fyrsta skrefið er alltaf einstakt hvað þá fyrsti hjólreiðatúrinn. En hvernig myndi foreldrunum líða ef einhver setti myndir af þeim á netið, þegar verið er að ná tökum á einhverju í fyrsta skiptið?

Mun það að foreldrar hafa símann á milli sín og barnanna sinna hafa þau áhrif að við sjáum meiri tengslavanda hjá komandi kynslóðum?

Mun það hafa áhrif á barnið í fjölskyldunni til frambúðar, sem fær alltaf fæstu like-in á Facebook?

Þetta eru allt áhugaverðar spurningar sem vísindin eiga án efa eftir að fræða foreldra betur um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert