Synirnir 5 heita allir það nákvæmlega sama

George Foreman er stoltur af börnum sínum og ánægður með ...
George Foreman er stoltur af börnum sínum og ánægður með nafn sitt. Skjáskot/Instagra

Hnefaleikakappinn og grillmeistarinn George Foreman eignaðist 10 börn með fimm konum. Ein dóttir hans dó í vikunni en hann á enn fimm syni sem heita allir það nákvæmlega sama og hann, George Edward Foreman. 

Foreman var greinilega svo stoltur af strákunum að hann setti nafn sitt á þá, eða þannig var það að minnsta kosti í tilviki George Foreman-grillanna. 

People fór yfir nöfn sona Foreman eftir að dóttir hans dó. „Ég nefndi alla syni mína George Edward Foreman svo þeir ættu alltaf eitthvað sameiginlegt,“ útskýrði Foreman á heimasíðu sinni. Til þess að greina þá í sundur eru þeir kallaðir mismunandi nöfnum. Það er George yngri, George þriðji er kallaður Monk, George fjórði er kallaður Big Wheel, George fimmti er kallaður Red og George sjötti er kallaður Little Joey. 

mbl.is