Vissi ekki af óléttunni fyrr en barnið kom

Konan fæddi barnið heima hjá sér.
Konan fæddi barnið heima hjá sér. mbl.is/Thinkstockphoto

Það kann að hljóma undarlega þegar konur halda því fram að þær hafi ekki áttað sig á því að þær væru óléttar fyrr en þær fæddu börn sín. Þessar sögur heyrast þó af og til og nýbökuð bresk móðir sagði eina slíka á dögunum. 

Hin 24 ára gamla Charlotte Dubard segist ekki hafa áttað sig á því að hún væri ólétt fyrir hún sá höfuðið á syni sínum sem hún fæddi í baðinu heima hjá sér. Hún fann allt í einu óvenjulega mikla verki svo hún skoðaði með myndavélinni á símanum sínum hvað væri í gangi og sá þá höfuðið. Í viðtali sem birtist á vef Daily Mail segir Dubard að hún hafi klippt naflastrenginn sjálf með naglaskærum og hringt svo í kærasta sinn sem hafði ekki hugmynd um að hann ætti von á barni og trúði ekki í fyrstu að hún hefði fætt barn. 

Dubard segist ekki hafa grunað neitt, segist hafa farið á sínar venjulegu blæðingar og tekið getnaðarvarnatöflur. Þegar hún hugsar til baka segist hún mögulega hafa gleymt að taka töflurnar tvisvar á þeim tíma sem mögulegur getnaður átti sér stað. 

Dubord og kærastinn, Miguel Angel, fóru upp á spítala með barnið eftir að það kom í heiminn í janúar. Þar fór hann í skoðun og kom vel út þrátt fyrir að hin nýbakaða móðir hafi reykt, drukkið og unnið 14 tíma vaktir þangað til barnið kom í heiminn. 

Móðirin segist hafa fitnað aðeins á tímabilinu en ekki þannig að fólk grunaði að hún væri ólétt. Hún fékk mikla löngun í sykur á meðgöngunni auk þess sem hún var frá vinnu um tíma vegna þess að hún var með verk í fætinum. 

„Eitt kvöldið byrjaði ég að fá verki en þeir voru mjög mildir, mildari en venjulegir túrverkir sem ég fæ,“ sagði hin nýbakaða móðir. „Svo héldu þeir áfram daginn eftir og komu og fóru í bylgjum ég átta mig nú á því að þetta voru samdrættir.“

Litli strákurinn fékk nafnið Elias og segir fjölskylda móðurinnar sem er kaþólsk hann vera kraftaverk. 

Sumar konur átta sig ekki á því að þær séu …
Sumar konur átta sig ekki á því að þær séu óléttar. mbl.is/Thinkstock
mbl.is
Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu

Ragnhildur Birna Hauksdóttir

Ragnhildur Birna Hauksdóttir sérfræðingur í fjölskyldumeðferð svarar spurningum lesenda um sálfræðileg og félagsleg efni sem tengjast ýmsum vandamálum innan fjölskyldu