Leikur sér í „Birkin“ baði

True Thompson leikur sér að töskum frá Hermés sem ætla ...
True Thompson leikur sér að töskum frá Hermés sem ætla má að kosti tugi milljóna.

Ekki er öllum börnum treyst fyrir safni af „Birkin“-töskum að leika sér með. Khloé Kardashian er hins vegar umhugað um að dóttir hennar viti muninn á gæðavörum og því sem er ekki gert til að endast. Töskurnar góðu frá Hermés kosta allt frá einni milljón upp í ríflega 30 milljónir íslenskra króna. Eftir því hvaða tegund er valin. Áætlaður kostnaður í kringum barnið má segja að sé í kringum 30 milljónir íslenskra króna. 

Móðirin er staðráðin í því að True Thompson, dóttir Tristan Thompson, muni eiga bjarta framtíð. Sama hvað verður með samband hennar og föður barnsins. 

Eins og margir vita sem hafa fylgst með meintu framhjáhaldi Thompson er úr mörgu að vinna hjá foreldrum litlu stúlkunnar. 

Hún hefur það gott í faðmi fjölskyldunnar og samkvæmt nýrri færslu Kardashian-systurinnar er stúlkubarnið með sólgleraugu, svo björt er framtíð hennar. 

View this post on Instagram

⚡️Future so bright, She gotta wear shades ⚡️

A post shared by Khloé (@khloekardashian) on Mar 10, 2019 at 9:36am PDT

mbl.is