Finnst hún ekki eins og Cindy Crawford

Fyrirsætan Kaia Gerber á tískusýningu Givenchy í mars á þessu …
Fyrirsætan Kaia Gerber á tískusýningu Givenchy í mars á þessu ári. CHRISTOPHE ARCHAMBAULT

Börn hinna frægu eru að stela senunni um þessar mundir. Kaia Gerber er ein þeirra og virðist sækja í sig veðrið með hverju árinu sem fyrirsæta. Hún virðist ekki ætla að gefa móður sinni neitt eftir þegar kemur að fyrirsætustörfunum en móðir hennar er engin önnur en Cindy Crawford. 

View this post on Instagram

happy mother’s day @cindycrawford thank you for putting up with me ❤️

A post shared by Kaia (@kaiagerber) on May 13, 2018 at 2:08pm PDT

Gerber er fædd árið 2001 og er því 17 ára að aldri. Daily Mail fylgist náið með börnum þekktra einstaklinga og fjallar iðulega um tískustíl Gerber og hvar hún er hverju sinni. Svo virðist sem hún eigi þekkta vini og fylgi þeim eftir á hina ýmsu staði. Nú síðast á Coachella tónlistarhátíðinni þar sem hún var klædd í gallabuxur í anda tíunda áratugarins. 

Crawford var þekkt fyrir að klæðast svipuðum gallabuxum á sínum tíma og þykir Gerber mjög lík móður sinni í útliti einnig. Þó að hún sjái ekki hvað fólk sér svona líkt með þeim. 

View this post on Instagram

i just don’t see the resemblance

A post shared by Kaia (@kaiagerber) on Nov 25, 2017 at 12:45pm PST

View this post on Instagram

what is life?!! i honestly can't breathe right now. a million thank you's to @vogueparis & @mariotestino!!

A post shared by Kaia (@kaiagerber) on Mar 14, 2016 at 9:21am PDTmbl.is