„Hatur breskra fjölmiðlamanna til skammar“

Það er illa vegið að þeim Meghan Markle og Harry …
Það er illa vegið að þeim Meghan Markle og Harry prins í breskum fjölmiðlum að mati greinahöfundar. mbl.is/AFP

Bandarískir fjölmiðlar, sér í lagi þeir sem sinna fréttum af fræga fólkinu, hafa tekið upp hanskann fyrir Meghan Markle og stíga fast á móti breskum blaðamönnum sem þeim finnst sýna henni vanvirðingu. 

Sem dæmi um þetta er umfjöllun The Hollywood Gossip þar sem segir m.a. að nýbakaðir foreldrar virðast eiga í fullu fangi með að verjast breskum íhaldssömum blaðamönnum. Greinhöfundur telur styrkleika að hafa fjölbreytileika í forgrunni og setur spurningamerki við gamla hvíta karla sem sinna breskum fjölmiðlum og virðast ráðast að nýbökuðum foreldrum með fordómum.

„Prins Harry og Meghan Markle eru nýbakaðir foreldrar og ættu að fá svigrúm til að tengjast barninu sínu á þessum dýrmæta tíma. Þess í stað er breska slúðurpressan farin að atast í þeim.“

Mál Danny Bakers er nefnt í greininni þar sem Baker var rekinn frá BBC í gær fyrir að birta mynd af uppáklæddum apa. Að líkja konungsbornu barni við simpasa er dæmi um mjög mikla fordóma í garð nýfædda barnsins að mati greinahöfundar.

Þetta er ekki eina dæmið þar sem breskir fjölmiðlar fara yfir mörk þeirra bandarísku. Annað dæmi tengist Dickie Arbiter. 

„Meghan Markle og prins Harry vildu lágmarka fjölda þeirra sem mættu á staðinn þegar þau sýndu drenginn sinn í fyrsta skiptið. Enda gátu fjölmiðlar fengið myndir af barninu án endurgjalds strax á eftir viðburðinum. Þetta hefði ekki átt að vera mikið mál fyrir breska fjölmiðla, enda ætti að hugsa um velferð barnsins framar öllu öðru. 

Á lista þeirra blaðamanna sem boðið var að mæta var einn bandarískur blaðamaður. Þetta féll ekki í góðan farveg hjá breskum snobbuðum blaðamönnum á borð við Dickie Arbiter sem missti sig á samfélagsmiðlum í kjölfarið.“

Arbiter var með færslu á Twitter þar sem hann heldur því fram að bandaríski blaðamaðurinn í hópnum væri vinur Markle og hann setji stórt spurningamerki við það.

„Að okkar mati er ekkert eðlilegt við að hvítur gamall karl sé að kvarta og kveina í fjölmiðlum yfir því að bandarísk svört kona bjóði annarri bandarískri svartri konu að mæta á viðburðinn. En hvað vitum við?“

Það þykir eðlilegt að setja hagsmuni nýfædds barns í forgrunn …
Það þykir eðlilegt að setja hagsmuni nýfædds barns í forgrunn að mati greinahöfundar. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert