Fallegasta barnaveisla allra tíma?

Kim Kardshian West ásamt syni sínum Saint West í barnaveislu …
Kim Kardshian West ásamt syni sínum Saint West í barnaveislu sem hún hélt nýverið.

Kim Kardashian West gerir hlutina eins og engin önnur. Nú er rúm vika frá því að hún eignaðist fjórða barnið sitt. Sonurinn hefur ekki fengið nafn enn þá en samkvæmt nýjum upplýsingum af samfélagsmiðlum er barnið ákaflega vært og gott. 

Kardashian-systirin birti myndir úr barnaveislu sonarins sem virtist sofa af sér veisluna. Myndirnar sýna veruleika þeirra Kim Kardashian West og Kanye West sem þykir langt frá því sem almenningur tengir við.

Móðirin er í flegnum kjól eins og hennar er von og vísa. Fjölskyldan fagnar komu litla drengsins sem er svo sannarlega velkominn inn í fjölskylduna. 

Margir komu færandi hendi með blóm og alls konar gjafir. Aðdáendur Kim Kardashian West söknuðu ljósmynda af eiginmanni hennar Kanye West. 

Eftir að Kim Kardashian West átti annað barnið sitt ráðlögðu læknar henni að fæða ekki fleiri börn sjálf, vegna áskorana sem hún upplifði á báðum meðgöngum. Hún hefur því leitað til staðgöngumæðra með seinni börn sín tvö sem hefur gengið mjög vel að hennar sögn. 

Samkvæmt The New York Post er kostnaðarsamt að ráða staðgöngumóður, en ferillinn er einfaldari en margir halda, ef ráðinn er í verkefnið sérfræðingur á þessu sviði. 

mbl.is