Ævintýraleg hjólreiðamamma

Elín Björg Björnsdóttir er hjólamamma sem elskar útivist.
Elín Björg Björnsdóttir er hjólamamma sem elskar útivist.

Elín Björg Björnsdóttir er ævintýragjörn hjólamamma að eigin sögn. Hún segist hafa fengið útivist og ævintýraþrá í vöggugjöf. Foreldrar hennar eru Vilborg Hannesdóttir og Björn Gíslason. Hún er gift Svanur Daníelsson og saman eiga þau tvö börn. 

„Foreldrar mínir, Villa og Bassi, eru og voru mikið útivistarfólk. Þau voru virk í björgunarsveitum og miklir frumkvöðlar í ævintýraferðum hér á Íslandi. Ég er því það lánsöm að fá útivist og ævintýraþrá nánast í vöggugjöf. Flúðasiglingar, klifur og fjallamennska voru því daglegt brauð þegar ég var lítil stelpa. Óneitanlega passa rennsli og hjólreiðar vel við þennan lífstíl og voru farnar ansi margar ferðir í gamla daga.

Elín Björg segir að hún hafi smitast af foreldrum sínum …
Elín Björg segir að hún hafi smitast af foreldrum sínum sem er mikið útivistarfólk.

Hinsvegar má segja að ég hafi fengið hjólreiðabakteríuna í gegnum góðvinkonur mínar og ofurhjólarana Höllu Jóns og Heiðu. Þær voru að skipuleggja hjólaferð upp á hálendi 2015 og voru að safna hressum útivistarpíum í lið með sér. Ég var svo lánsöm að fá boð, tók ryðgað, demparalaust hjól úr geymslunni, skemmti mér konunglega og þá var ekki aftur snúið!

Stuttu síðar var ég komin á full dempað fjalla hjól og hef verið að taka þátt í „enduro“ og „down hill“ keppnum með ágætis árangri. Nú er ég að prófa mig áfram á götuhjólinu og er því farin að hjóla nánast alla daga.“

Hreyfing hefur alltaf verið henni mjög mikilvæg og hefur hún stundað íþróttir af krafti alla sína ævi. „Ég er mjög orkumikil að eðlisfari og þarf mikla útrás en hreyfing er svo miklu meira en útrás. Hreyfing veitir manni kraft til að sinna áhugamálunum enn betur, endorfín beint í æð og heldur kroppnum í lagi. Það var krafa af hálfu foreldra minna að ég þyrfti að læra á hljóðfæri og æfa íþróttir. Það var algjörlega undir mér komið hvaða hljóðfæri og íþrótt yrði fyrir valinu en þetta voru nánast einu tveir hlutirnir sem þau kröfðust af mér. Ég er virkilega þakklát þeim í dag og sé klárlega uppeldigildið nú þegar ég er sjálf orðin móðir. Ég var lengi vel í íshokkí en færði mig síðar yfir í „pole fitness“ og loftfimleika síðar meir en nú eiga hjólreiðarnar hug minn allan.“

Börn Elín Bjargar og Svans heita Daneyja Emma sem er níu ára og Stormur Elí sex ára. 

Elín Björg ásamt Svani eiginmanni sínum.
Elín Björg ásamt Svani eiginmanni sínum.

„Við hjólum öll mikið, saman og í sitt hvoru lagi og held ég án gríns að við erum kölluð hjólafjölskyldan í hverfinu okkar. Maðurinn minn Svanur hefur verið öflugur á götuhjólinu á meðan ég hef verið meira á fjallahjólum og „down hill“ en við höfum verið að draga hvort annað yfir á svið hvors annars svo þetta blandast allt vel saman. Þegar á öllu er á botninn hvolft er hjól bara hjól (eða svona nánast).“

Hún segir áhugann smitast frekar áreynslulaust til barnanna. 

„Við höfum nú ekki verið setja þennan áhuga okkar beint inn í fjölskyldulífið heldur má frekar segja að þetta sé að smitast til barnanna frekar áreynslulaust. Þegar Daney og Stormur voru yngri upplifðu þau gleðina, spennuna og félagskapinn í gegnum okkur og vildu bara fá að vera með strax og þau höfðu vit til. Daney Emma er mikið fyrir að fara í ævintýra túra það sem við könnum nýja staði og njótum þess að vera úti í náttúrunni. Stormur Elí er strax farinn að sýna góða takta og var snemma farinn að stökkva og gera hinar ýmsu kúnstir á hjólinu, erfiðast er að ná honum inn á kvöldin.“

Elín Björg er á því að hjólreiðar sé virkilega fjölskylduvænt sport þar sem allir geta verið saman á sínum forsendum. 

Elín Björg ásamt dóttur sinni Daneyju Emmu.
Elín Björg ásamt dóttur sinni Daneyju Emmu. mbl.is/Aðsend

„Við erum úti í náttúrunni og fáum hreyfingu í leiðinni. Við hjónin leggjum mikla áherslu á að börnin hafi gaman. Á þessum aldri skiptir engu máli hversu oft eða hversu langt er farið. Ef einhver er þreyttur eða illa stemmdur er bara stoppað, jafnvel bara sest niður með nesti og þá gerum við plan sem allir eru sáttir við og förum svo eftir því.

Það fer mikil orka í hjólatúra og það allra mikilvægasta er að vera með gott nesti (og hjálm auðvitað). Södd börn eru sæl börn en banani, góð samloka og músli-bar er fullkomið í bakpokann. Þó læðast nú oft einhver sætindi með í pokann og þá gildir gamla tuggan sem fyrr: Allt er gott í hófi.“

Hún er á því að börn séu svo miklu öflugri en marga grunar.

„Börn eru ótrúlegar verur eru svo miklu öflugari en maður vill oft halda og það hefur kannski komið mér hvað mest á óvart í móðurhlutverkinu. Þetta eru sjálfstæðir einstaklingar og með sterkan persónuleika og mér finnst gríðarlega mikilvægt að vera ekki að stýra þeim of mikið og troða þeim í fyrirfram ákveðið box. Ég veit nú ekki með uppeldisráð, það finna allir sínar leiðir en svo lengi sem börnum er sýnd virðing og styrkleikar þeirra fá að njóta sín, þá er þeim allir vegir færir.

Stormur Elí er svo áhugasamur um hjólreiðar að erfitt er …
Stormur Elí er svo áhugasamur um hjólreiðar að erfitt er að ná honum inn á kvöldin.

Daney og Stormur byrjuðu fyrst á sparkhjóli um eins og tveggja ára aldur og það er eitthvað sem ég mæli með fyrir alla. Þau fóru beint af sparkhjóli yfir á tvíhjól og höfðu gott vald á því frá upphafi. Sparkhjól eru bestu hjól sem barn getur eignast þegar það er að byrja. Þau öðlast svo gott jafnvægi, fá tilfinningu fyrir bæði hraða og hreyfanleika hjólsins. Þau stigu sín fyrstu skref í barnakeppnum einmitt á slíkum hjólum.“

Að sögn Elínu Björg þá snýst sumarið mikið til um hjólreiðar hjá fjölskyldunni. Þau skipuleggja sumarleyfið með hreyfingu á hjóli í huga og svo fara veturnar mikið til í að renna sér á skíðum. 

Hvað ætlar ævintýra hjólamamman að gera um helgina?

„Barna hjólamót Tinds og Krónunnar verður núna á sunnudaginn er klárlega krúttlegasta og skemmtilegasta mót ársins. Markmiðið með mótinu er að taka þátt og hafa gaman. Þegar maður er lár í loftinu getur verið ógnvekjandi að skrá sig í mót, fá númer og hjóla einhverja ákveðna braut, nógu erfitt er það fyrir okkur fullorðna fólkið. Þetta mót er því tilvalið til að æfa sig í að vera með, hitta aðra krakka og fá verðlaun í lokin. Þetta er mót fyrir allan aldur allt frá 2 ára upp í 12 ára. Brautirnar eru miðaðar eftir aldri og getustigi og því geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir eru að koma í fyrsta stigi eða þeir sem hafa einhverja reynslu. Mótið hefst sunnudaginn 19. maí kl 12:00 við Perluna og skylda er að vera með hjálm.“

Hún hvetur alla foreldra og krakka að koma og taka þátt. 

Elín Björg segir hjólreiðar frábært fjölskyldusport.
Elín Björg segir hjólreiðar frábært fjölskyldusport.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert