Fyrsta myndin af Psalm West

Psalm West sefur vært á nýlegri mynd sem móðir hans …
Psalm West sefur vært á nýlegri mynd sem móðir hans birti af honum á samfélagsmiðlum. Þetta er fyrsta myndin sem birst hefur af barninu sem er eins mánaðar gamalt.

Kim Kardashian West birti fyrstu myndina af Psalm West í gær. Drengurinn sem er eins mánaðar gamall sefur vært á myndinni og segja foreldrar hans barnið vera einstaklega rólegt og gott. 

Undir ljósmyndinni segir: „Psalm Ye“.

Samkvæmt erlendum fjölmiðlum er barnið ekki skráð með millinafn. Ye gæti því verið tilvísun í nafn föður hans, Kanye West.

Kim Kardashian West segir tvö yngri börnin lík í útliti. 

„Þau Psalm og Chicago eru eins og tvíburar, þau eru svo lík. En að sjálfsögðu getur það breyst.“

Kim Kardashian West og Kanye West eiga fjögur börn saman. North West sex ára, fædda árið 2013. Saint West, þriggja ára, fæddan árið 2015 og Chicago West eins árs, fædda árið 2018.   

View this post on Instagram

Celebrating Saint with a Tarzan themed party 🍃

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Dec 11, 2018 at 10:19am PSTmbl.is