Tristan ekki með í kveðjunni

Caitlyn Jenner sendi Tristan Thompson ekki kveðju.
Caitlyn Jenner sendi Tristan Thompson ekki kveðju. AFP

Caitlyn Jenner óskaði sonum sínum, tengdasonum og barnsfeðrum dætra sinna til hamingju með feðradaginn, nema Tristan Thompson. 

Jenner sendi sonum sínum Burt og Brandon kveðju sem og fyrrverandi stjúpsyni sínum Rob Kardashian. Kanye West, Scott Disick og Travis Scott fengu einnig kveðju en þeir eiga börn með dætrum og fyrrverandi sjúpdætrum hennar. Tristan Thompson, sem á dótturina True með Khloé Kardashian, fékk ekki kveðju. 

Jenner sendi einnig föður sínum kveðju en hann var hermaður í síðari heimsstyrjöldinni. 

Thompson var ítrekað ásakaður um framhjáhald á meðan hann var í sambandi með Khloé Kardashian.

View this post on Instagram

To all the dads in my life- happy Father’s Day! Starting with my father, a World War Two veteran. Dad, Burt, Brandon, Kanye, Rob, Scott, and Travis - Happy Father’s Day!

A post shared by Caitlyn Jenner (@caitlynjenner) on Jun 16, 2019 at 8:51am PDT

mbl.is