Ekki gift en samt ólétt

Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell á von á barni.
Pretty Little Liars-stjanan Shay Mitchell á von á barni. Skjáskot/Instagram

Leikkonan Shay Mitchell tilkynnti í vikunni að hún væri ólétt af sínu fyrsta barni og frumsýndi kúluna með magnaðri mynd á Instagram. Hún hefur síðan birt fjölda mynda af sér með kúluna sprangandi um á bikiníi. Mitchell tókst það sem fáum stjörnum tekst en hún hélt óléttunni leyndri í 6 mánuði. 

Aðdáendur hennar eru þó jafn misjafnir og þeir eru margir. Einn fann sig knúinn til að benda á að hún væri ekki hjónabandi þrátt fyrir að vera ólétt og skrifaði undir eina myndina „Hvernig??? Hún er ekki gift“

Mitchell kippti sér lítið upp við athugasemdina og svaraði „Ekki gift, trúirðu að það hafi samt gerst?“

Mitchell á von á barninu með kærasta sínum Matte Babel og er þetta þeirra fyrsta barn saman. Óvíst er hvort þau finni sig knúin til að ganga í hjónaband en Mitchell er í það minnsta alveg sama hvað fólk segir.

View this post on Instagram

B E A C H E D

A post shared by Shay Mitchell (@shaymitchell) on Jul 3, 2019 at 3:28pm PDT

mbl.is