Georg prins með heimsfrægan tenniskennara

Georg prins er byrjaður að æfa tennis.
Georg prins er byrjaður að æfa tennis. AFP

Katrín hertogaynja af Cambrigde sagði í heimsókn sinni á Wimbledon-mótið í vikunni að Georg prins væri mjög áhugasamur um tennis og að hann hafi verið að æfa sveiflurnar með heimsfrægum tennisspilara Roger Federer. The Telegraph greinir frá.

Federer er gamall vinur Vilhjálms og Katrínar og var ánægður þegar honum var greint frá því í viðtali að hann væri uppáhaldsþjálfari Georgs prins.

Federer var þó mjög hógvær og sagði að kannski hefði hann eitthvað forskot á aðra kennara því hann hefur eytt meiri tíma með honum. Federer þarf þó ekkert að vera hógvær en hann er í þriðja sæti yfir bestu tennisspilara í karlaflokki í heimi. Hann tekur þátt í Wimbledon-mótinu í Bretlandi um þessar mundir. 

Hertogaynjan greindi fyrst frá því árið 2017 að elsti sonur hennar væri byrjaður að spila tennis, aðeins 4 ára gamall. 

Roger Federer.
Roger Federer. AFP
mbl.is