Fá systurnar sinn eigin þátt?

Systurnar Pumpkin og Honey Boo Boo.
Systurnar Pumpkin og Honey Boo Boo. skjáskot/Instagram

Margir aðdáendur raunveruleikaþáttastjörnunnar Honey Boo Boo telja að hún og systir hennar Pumpkin séu að vinna að sínum eigin raunveruleikaþætti um þessar mundir. 

Systurnar eru hluti af raunveruleikaþáttunum Mama June: From Not to Hot sem fjallar um móður þeirra Mama June. Mama June hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar síðustu mánuði en hún var handtekin fyrir vörslu á fíkniefnum og einnig hefur sést til hennar í spilavítum daginn inn og daginn út. 

Þær systur birtu mynd af sér á Instagram fyrir skömmu þar sem þær skrifuðu „that's a wrap“ sem oft er notað þegar tökum á sjónvarpsefni eða kvikmyndum lýkur. Því telja aðdáendur þeirra þær systur vera með nýja raunveruleikaþætti í bígerð.

Pumpkin, réttu nafni Lauryn Shannon, fer með fjárræði systur sinnar, Honey Boo Boo, réttu nafni Alana Thompson, og býr Honey Boo Boo einnig hjá henni. Honey Boo Boo er aðeins 13 ára gömul og neitar að búa hjá mömmu sinni vegna fíkniefnavanda hennar.

Pumpkin var skipuð yfir fjármál Honey Boo Boo svo Mama June myndi ekki eyða auðæfum hennar í fíkniefni og spilakassana. 

View this post on Instagram

that’s a wrap ✰

A post shared by alana thompson ♡ (@honeybooboo) on Jul 2, 2019 at 9:56pm PDT

mbl.is