Sonurinn alveg eins og mamma

Mæðginin Elizabeth og Damien Hurley eru mjög lík.
Mæðginin Elizabeth og Damien Hurley eru mjög lík.

Hinn 17 ára gamli Damien Hurley er alveg eins og mamma hans, leikkonan Elizabeth Hurley. Damien kemur fyrir í auglýsingu fyrir Pat McGrath Labs og skartar þar blásnu hári eins og hefðarfrú á 9. áratugnum. 

Hann fetar þar með í fótspor móður sinnar sem var andlit Esteé Lauder árið 1995. Damien hefur líka reynt fyrir sér fyrir framan tökuvélarnar en hann fór með hlutverk í þriðju seríu af The Royals sem mamma hans leikur einnig í.

Damien á Elizabeth með bandaríska viðskiptamanninum Steve Bing. 

Damien er með fallega blásið hár í auglýsingunni.
Damien er með fallega blásið hár í auglýsingunni. skjáskot/Instagram
mbl.is