Enn fjölgar á heimili Jolie

Angelina Jolie með börnunum sínum Knox Leon, Zahöru Marley, Vivienne …
Angelina Jolie með börnunum sínum Knox Leon, Zahöru Marley, Vivienne Marcheline og Shiloh Nouvel. mbl.is/AFP

Á milli þess sem Angelina Jolie leikur í stórmyndum, bjargar heiminum og mætir á rauða dregilinn er hún bara venjuleg mamma. Á dögunum fór hún með 11 ára gamalli dóttur sinni Vivienne Marcheline Jolie-Pitt að kaupa kanínu. 

Jolie og dóttir hennar sáust glaðar í bragði fara í gæludýrabúð þar sem þær keyptu búr og annan varning fyrir kanínuna. Eftir að allt var komið í bílinn fóru þær og náðu í gráa og hvíta kanínu sem Vivienne hélt á út í bíl. 

Leikkonan er öllu vön þegar kemur að gæludýrum að því fram kemur á vef Daily Mail. Hún er sögð hafa átt bæði eðlu og snák þegar hún var yngri. Þegar Jolie og Brad Pitt bjuggu saman átti fjölskyldan stökkmýs, gullfiska og bolabítinn Jacques. 

Jolie og Pitt eru nú sögð ná betur saman hvað varðar forræðið á börnunum þeirra sex og munu þau dvelja að hluta til hjá föður sínum í sumar. Spurning hvort nýja kanínan ferðist á milli heimilanna með börnunum. mbl.is