Segir ísraelsk yfirvöld hafa stolið dóttur hennar

Gillan reynir nú að endurheimta dóttur sína af ísraelskum barnaverndaryfirvöldum.
Gillan reynir nú að endurheimta dóttur sína af ísraelskum barnaverndaryfirvöldum. skjáskot/Instagram

Breska leikkonan Josephine Gillan segir ísraelsk barnaverndaryfirvöld hafi rænt dóttur hennar af henni. Gillan fór með hlutverk í þáttunum Game of Thrones en hún lék vændiskonuna Marei í vændishúsi Lord Petyr Baelish í seríum 2 til 8. 

Gillan segir á Twitter að 8 mánaða gamalli dóttur hennar hafi verið rænt klukkan hálf eitt að nóttu sunnudaginn 4. ágúst síðastliðinn. Hún reynir nú að safna peningum til að endurheimta dóttur sína af ísraelskum stjórnvöldum.



Gillan fór til Ísrael til að eiga dóttur sína og segist hafa hugsað um hana allt frá fæðingu. Hún segir að dóttir hennar hafi verið tekin af henni þegar hún var 5 mánaða gömul, þar sem hún glímdi við fæðingarþunglyndi. Hún segir að barnaverndaryfirvöld í Ísrael hafi ætlað að tryggja að stúlkan litla færi í fóstur hjá vinum Gillan. 

Samkvæmt henni kom svo lögreglan til vina Gillan og sótti stúlkuna og fóru með hana í fóstur til annarrar fjölskyldu. „Lögreglan rændi dóttur minni og fór með hana til annarrar fjölskyldu. Ég má ekki hitta hana eða hafa samband. Ég hef ekki hugmynd hvar hún er. Ég var ekki viðstödd þegar þetta gerðist og vissi ekki hvað þau höfðu gert. Þetta er fáránlegt. Ég hef ekki gert neitt rangt og ekki heldur vinkona mín,“ sagði Gillan. 

Barnaverndaryfirvöld í Ísrael sögðu í frétt The Times of Israel að þeim sé aðeins umhugað um velferð barnsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert